Breytingar á póstþjónustu í Hveragerði
Á næstu mánuðum hyggst Pósturinn gera breytingar á póstþjónustu, m.a. í Hveragerði. Pósturinn hefur sagt upp samningi við Upplýsingamiðstöðina og þar af leiðandi verður póstafgreiðslunni í Upplýsingamiðstöðinni lokað en þess í stað verður lögð áhersla á að veita póstþjónustu með öðrum hætti.