Grunnskólinn í Hveragerði sigurvegari í Skjálfta 2023
13.11
Frétt
Grunnskólinn í Hveragerði sigraði í Skjálfta 2023
Nemendur úr Grunnskólanum í Hveragerði báru sigur úr býtum í Skjálftanum, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum á Suðurlandi, sem haldin var í Þorlákshöfn laugardaginn 11. nóvember. Sjö sunnlenskir skólar tóku þátt í keppninni og sigraði Grunnskólinn í Hveragerði með atriði sínu Sound of Silence. Atriðið fjallar um þær alvarlegu afleiðingar sem einelti getur leitt af sér.
Sannarlega glæsilegur árangur hjá þessum ungu og flottu Hvergerðingum.
Innilegar hamingjuóskir!
Síðast breytt: 13. nóvember 2023
Getum við bætt efni síðunnar?