Fara í efni

Grindvíkingar í Hveragerði

Mynd// Birgir
Mynd// Birgir

Íbúar Hveragerðis senda Grindvíkingum kærar kveðjur á þessum óvissutímum. 

Bæjaryfirvöld hvetja þá Grindvíkinga sem eru í Hveragerði að hafa samband við Hveragerðisbæ ef það þarf á þjónustu sveitarfélags á að halda, á netfangið mottaka@hveragerdi.is eða í síma 4834000 .

Þau sem eru með börn á skólaaldri, vinsamlegast hafið samband við deildarstjóra fræðslusviðs - Elfu Birkisdóttur, elfa@hveragerdi.is
Ef þjónusta snýr að velferðarmálum má hafa samband við deildarstjóra velferðarsviðs - Ernu Harðar Solveigardóttir - erna@hveragerdi.is 

Geir Sveinsson,
bæjarstjóri.


Síðast breytt: 13. nóvember 2023
Getum við bætt efni síðunnar?