Í leikskólanum Óskalandi er lögð rík áhersla á að börnin fái að kynnast umhverfi sínu og náttúru. Nærumhverfi leikskólans er sannarlega margbreytilegt og býður upp á fjölmörg tækifæri, hvort sem er til rannsókna og uppgötvana, eða bara til að njóta.
Markmið íbúakönnunarinnar er að stuðla að opnu og upplýsandi samráði við stefnumótun fyrir bæjarfélagið. Íbúakönnunin er opin frá 16. mars til 26.mars.
Í gær fimmtudaginn 9.mars rann út frestur til að skila inn tilboði í byggingu nýrrar Hamarshallar og bárust alls 4 tilboð. Skipuð hefur verið matsnefnd á vegum Hveragerðisbæjar,
Hera Fönn Lárusdóttir og Árni Snær Jóhannsson nemendur í Grunnskólanum í Hveragerði fengu 1. og 2. verðlaun fyrir smásögur sínar í flokknum 6.-7. bekkur, en það var Eliza Reid forsetafrú sem afhenti þeim verðlaunin við hátíðlega athöfn að Bessastöðum.
Kæru bæjarbúar, að gefnu tilefni í ljósi nýjustu tíðinda af póstþjónustu Hveragerðisbæjar þá er mikilvægt að það komi fram að um er að ræða einhliða ákvörðun Póstsins sem Hveragerðisbær á enga aðkomu að og getur engin áhrif haft á.
Á næstu mánuðum hyggst Pósturinn gera breytingar á póstþjónustu, m.a. í Hveragerði. Pósturinn hefur sagt upp samningi við Upplýsingamiðstöðina og þar af leiðandi verður póstafgreiðslunni í Upplýsingamiðstöðinni lokað en þess í stað verður lögð áhersla á að veita póstþjónustu með öðrum hætti.