Fara í efni

Fréttir

Breyting á opnunartíma á bæjarskrifstofum í sumar.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar var samþykkt tillaga frá bæjarstjóra um að bæjarskrifstofan yrði lokuð eftir hádegi á föstudögum í sumar. Þetta fyrirkomulag mun hefjast þann 21. maí og mun því ljúka þann 27. ágúst 2021.

Hraðakstur og umferðaröryggi verði skoðað

Hraðakstur innan bæjar í Hveragerði hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu í bæjarfélaginu.  Er það ekki í fyrsta sinn sem umræða um of mikinn umferðarhraða skapast á meðal íbúa.

Atvinnumálastefna Hveragerðisbæjar endurskoðuð

Með því að endurskoða atvinnumálastefnu bæjarfélagsins og fara yfir það sem vel hefur gengið og einnig hitt hvar hægt er að gera betur telur bæjarstjórn að ná megi enn betri árangri í þessum málum til hagsbóta fyrir íbúa og samfélagið allt.

Innleiðing tækninýjunga í Grunnskólanum í Hveragerði

Starfshópur sem skipaður var af bæjarstjórn og meta skyldi þörf á upplýsingatæknibúnaði í Grunnskólanum í Hveragerði hefur lokið störfum.  Meginmarkmið starfshópsins var að sjá til þess að upplýsingatækni og nýjungar á  því sviði yrðu  innleiddar í starfi Grunnskólans í Hveragerði enn frekar en nú er. Einnig skyldi hópurinn leggja línur varðandi innkaup og stefnu varðandi upplýsingatæknibúnað skólans.

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum.

Hjólað í vinnuna hefst á morgun

Með því að taka þátt í þessu verkefni ertu ekki bara að bæta skemmtilegri hreyfingu við þína daglegu rútínu, heldur lækkar þú kolefnissporin í leiðinni og sparar þá peninga sem færu annars í eldsneyti. Það er semsagt ENGIN ástæða til að taka ekki þátt! Ef þú hefur ekki þegar skráð þig til leiks getur þú gert það núna á heimasíðu Hjólað í vinnuna.
Getum við bætt efni síðunnar?