Fara í efni

Umhverfishreinsun og aðstoð við skólastarf

Samningur um umhverfishreinsun var undirritaður milli Hveragerðisbæjar og 7. bekkjar Grunnskólans í Hveragerði sl. mánudag, 13. nóvember.
Skv. Samningnum munu nemendur mánaðarlega hreinsa ákveðnar götur og svæði í bænum og fá að launum styrk í ferðasjóð bekkjarins.
Samningurinn er liður í umhverfisverkefni Grunnskólans, Grænfánanum, og gildir út yfirstandandi skólaár.
 
Við sama tækifæri var undirritaður samningur við 10. bekk Grunnskólans í Hveragerði um aðstoð við skólasarf, þ.m.t. aðstoð í mötuneyti, aðstoð við gæslu í frímínútum og hádegi og á skólaskemmtunum elsta stigs.
Að launum fær 10. bekkur greiðslur í ferðasjóð bekkjarins og gildir samningurinn á skólaárinu 2023-2024.
 
Ánægjulegt að sjá ungmennin í bænum sýna ábyrgð í verki með þessum hætti.

Síðast breytt: 15. nóvember 2023
Getum við bætt efni síðunnar?