Góðgerðadagurinn er lokadagur árlegs góðgerðaþema sem nemendur og starfsfólk skólans hafa staðið fyrir frá því í nóvember 2015 og er tilgangur góðgerðaþemans að efla samkennd nemenda og láta um leið gott af okkur leiða.
Hvetjum bæjarbúa til að mæta í eða með eitthvað fjólublátt í fjólubláu mánudaginn 5. desember til að sýna baráttu fatlaðs fólks lið á alþjóðadegi þeirra.