Fara í efni

Fréttir

Hjálparsveitin safnar flugeldarusli á nýársdag

Meðlimir í Hjálparsveit skáta, Hveragerði, munu fara um bæinn á Nýársdag, safna saman flugeldarusli og koma því á réttan stað, á gámasvæðinu. Gott er ef rusli er safnað saman við ruslatunnur, eða á öðrum aðgengilegum stað, þá verður því kippt með.

Húsnæði til leigu

Hveragerðisbær auglýsir hluta af húsnæðinu að Breiðumörk 21, (Kjöt og kúnst húsið) til leigu og kallar eftir áhugasömum aðilum sem myndu vilja nýta það í núverandi ástandi og þannig að garðyrkjudeild geti einnig nýtt hluta af húsnæðinu.

Mörg smit vegna Covid - staðan 28. desember

Það er ljóst af tölum morgunsins að smitum hefur fjölgað nokkuð hratt hér í Hveragerði að undanförnu og nú er staðan sú að smit eru langflest hér í Hveragerði sé horft til annarra sveitarfélaga á Suðurlandi.  Því er mikilvægt að við öll sameinumst um að viðhafa þær sóttvarnir sem í gildi eru og virða almenna smitgát í umgengni við hvert annað.

Pössum ruslatunnurnar okkar!

Mikilvægt er að íbúðaeigendur passi ruslatunnur sínar og sjái til þess að þær geti ekki fokið.

Loftorka átti lægsta tilboð í gerð Ölfusvegar

Loftorka Reykjavík ehf í Garðabæ átti lægra tilboðið í gerð Ölfusvegar um Varmá en Vegagerðin opnaði tilboð í verkið í síðustu viku. Tilboð Loftorku hljóðaði upp á 461,6 milljónir króna og var 5,4% yfir áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar, sem var 438,1 milljónir króna. Verkinu á að vera að fullu lokið þann 12. september á næsta ári.
Getum við bætt efni síðunnar?