Fara í efni

Listamannahúsið Varmahlíð - opið fyrir umsóknir

Hveragerðisbær auglýsir eftir umsóknum um dvöl í listamannahúsinu Varmahlíð í Hveragerði fyrir árið 2024.

Horft er til listamanna sem eru í fagfélögum í sinni listgrein sem og annarra listamanna og er fólk úr hvers kyns listgreinum hvatt til að sækja um dvöl. 

Eldhús

Íbúðarhúsið Varmahlíð er búið öllum húsgögnum og eldunartækjum. Gestalistamenn fá endurgjaldslaus afnot af húsinu til að vinna að listgrein sinni en gert er ráð fyrir að þeir kynni verk sín og listgrein í samfélaginu.

Dvalartímabilum fyrir árið 2024 er úthlutað frá janúar til og með desember, 2 til 4 vikur í senn.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hjálmarsdóttir, menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi, sími 483 4000, netfang: sigridurhj@hveragerdi.is

Sótt er um dvöl í Varmahlíðarhúsinu í gegnum íbúgátt Hveragerðisbæjar. 

Varmahlíðarhúsið er eitt elsta íbúðarhús Hveragerðisbæjar, reist árið 1929. Húsið er einlyft, bárujárnsklætt timburhús með lágreistu mænisþaki. Húsið hefur hlotið faglega endurgerð og er dvöl í því endurgjaldslaus fyrir listamenn en óskað er eftir því að þeir kynni listsköpun sína og efli með því menningaráhuga í Hveragerði. 


Íbúagátt

Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2023

 

Stofa


Síðast breytt: 1. desember 2023
Getum við bætt efni síðunnar?