Fara í efni

Fréttir

Álagning fasteignagjalda 2022

Álagningaseðlar eru ekki sendir út heldur eru þeir birtir rafrænt á vefsíðunni www.island.is undir „Mínar síður“ og er innskráning með rafrænum skilríkjum eða með íslykli.

Hver er staðan í Laugaskarði?

Frá opnun laugarinnar 17. júlí síðastliðinn, að loknum viðamiklum endurbótum á neðri hæð sundlaugarhússins hefur hitavandamál í Sundlauginni Laugaskarði orðið tilefni umræðu í bæjarfélaginu. Oftast hefur hér verið um að ræða vanda sem tengist sturtum og heitum pottum en ekki sundlaugarkerinu sem er hituð með beinni gufuinnspýtingu. Fjölmargar aðgerðir til úrbóta hafa verið prófaðar og hafa samskipti við sérfræðinga verið mikil og góð varðandi hitavandamál sundlaugarinnar

Skólastefna í vinnslu - athugasemdir óskast

Fjórðu drög að endurskoðaðri skólastefnu liggja nú fyrir og að þessu sinni leitar starfshópurinn til íbúa og óskar eftir hugmyndum að leiðarstefi skólastefnu sveitarfélagsins og efnislegum athugasemdum. Opið verður fyrir athugasemdir til 1. febrúar en þá tekur starfshópurinn til við að ljúka textagerðinni.

Árhólmasvæði í Hveragerði, tillaga að breytingu á aðal- og deiliskipulagi

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 13. janúar 2022 að auglýsa samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 á svæði suðaustan við Hengladalaá skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tillögu að breytingu á deiliskipulagi Árhólmasvæðis í Hveragerði, skv. 43. gr. sömu laga.

Stofnanir loka næstkomandi mánudag vegna Covid

Til þess að reyna að hemja útbreiðslu smita í samfélaginu hefur verið ákveðið að loka grunnskólanum, Leikskólanum Óskalandi og Bungubrekku næsta mánudag, 17. janúar. Vona ég að allir sýni þeirri ákvörðun skilning.

Annáll bæjarstjóra 2021

Við áramót er tilhlýðilegt að rifja upp það markverðasta sem gerðist á árinu sem senn er á enda. Hér rifjar bæjarstjóri upp markverða atburði í bæjarlífi Hvergerðinga árið 2021.
Getum við bætt efni síðunnar?