Fara í efni

Íþróttamaður Hveragerðis 2023 - tilnefningar óskast

Hafsteinn Valdimarsson var íþróttamaður Hveragerðis árið 2022
Hafsteinn Valdimarsson var íþróttamaður Hveragerðis árið 2022

Íþróttamaður Hveragerðis verður heiðraður við athöfn í Listasafni Árnesinga þann 28. desember nk. Óskað er eftir tilnefningum frá íþróttafélögum, sérsamböndum ÍSÍ og almenningi. Samkvæmt reglugerð bæjarins getur sá orðið Íþróttamaður Hveragerðis sem er íslenskur ríkisborgari og hefur náð 16 ára aldri á því ári sem tilnefnt er fyrir. Erlendur ríkisborgari sem hefur skv. Þjóðskrá haft lögheimili á Íslandi samfellt í þrjú ár er einnig gjaldgengur.

Við sama tækifæri verða sérstaklega heiðraðir þeir íþróttamenn sem hafa unnið Íslandsmeistaratitil eða verið valdir í landslið á árinu og óskast upplýsingar um allt það íþróttafólk sem keppt hafa fyrir landslið Íslands á árinu.

Tilnefningar til íþróttamanns Hveragerðis ásamt rökstuðningi fyrir valinu óskast sendar til Sigríðar Hjálmarsdóttur, menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa, fyrir 5. desember nk. á netfangið sigridurhj@hveragerdi.is.

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd Hveragerðisbæjar mun yfirfara tilnefningarnar á fundi um miðjan desember.


Síðast breytt: 14. nóvember 2023
Getum við bætt efni síðunnar?