Heimild til útboðs hjúkrunarheimils samþykkt
Samstarfsnefnd um opinber fjármál, SOF, hefur samþykkt beiðni frá heilbrigðisráðuneytinu, dags. 25. ágúst 2020, þar sem óskað er eftir heimild til áætlunargerðar og fullnaðarhönnunar vegna byggingu 22 rýma nýbyggingar andspænis núverandi hjúkrunarheimili í Hveragerði á grundvelli frumathugunar sem lá fyrir í ágúst 2020.