Fara í efni

Röskun á sorphirðu og gámasvæðið lokað 3. ágúst 2021

Nú fyrir stuttu bauð Hveragerðisbær út sorphirðu í bænum, bæði fyrir heimili og stofnanir sem og af gámasvæði bæjarins. Terra ehf (áður Gámaþjónustan) hefur um árabil þjónustað bæinn í þessum málum en nú var Íslenska Gámafélagið hlutskarpast og tekur því við. Þar sem grænu og brúnu tunnurnar eru í eigu þjónustuaðilans verður þeim skipt út í næstu viku. Íbúar ættu að verða lítið varir við þessa breytingu að öðru leiti en því að tæming þessara tunna sem átti að fara fram í lok þessarar viku frestast þangað til í byrjun þerrar næstu. Þar sem nýr þjónustuaðili kemur einnig til með að útvega gáma á gámasvæðið þarf því miður að hafa það lokað daginn sem skiptin fara fram en það verður þriðjudaginn 3 ágúst 2021. Þó að bæjarbúar ættu ekki að verða varir við mikið rask við sín heimili verður talsvert um að vera á meðan á skiptunum stendur. Á gamla ullarþvottastöðvarplaninu við Dynskóga verður annar þjónustuaðilinn með aðstöðu meðan hinn verður við Austurmörk. Það verður aðeins í þessari viku og þeirri næstu (frá 28/07) en þá verður talsvert af gámum og öðrum búnaði á þessum stöðum.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar breytingar kunna að valda.

Að lokum er Terra ehf færðar þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á undanförnum árum. Íslenska Gámafélaginu er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi með von um gott samstarf í framtíðinni.

Höskuldur Þorbjarnarson Umhverfisfulltrúi

 


Síðast breytt: 27. júlí 2021
Getum við bætt efni síðunnar?