Fara í efni

Óstjórnlegur kraftur jarðar að gjöf

Sólveig Dagmar Þórisdóttir, myndlistarmaður, færði nýverið  Hveragerðisbæ olíumálverkið "Óstjórnlegur kraftur jarðarinnar" að gjöf.  Verkið er gjöf til Hveragerðisbæjar með þakklæti fyrir að bjóða listakonunni hálfsmánaðar dvöl í Varmahlíð, listamannaíbúð Hveragerðisbæjar. 

Verkið er málað á Jónsmessunni, 24.júní 2021 í hugleiðingu um jörðina og krafta hennar en listakonan lýsir verkinu með eftirfarandi hætti: 
Verkið sem málað er á meðan á dvölinni i Hveragerði stóð heitir "Óstjórnlegur kraftur jarðarinnar".  Það fangar kraftinn frá iðrum jarðar. Eldgos, hverir, lífið og orkan voru henni efst í huga,  í og á jörðinni.  En einng má segja að nafn Hveragerðisbæjar sé einnig sótt úr  iðrum jarðar. Hér má sjá fleiri listaverk eftir Sólveigu. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra, taka við verkinu.  En fyrir hönd Hvergerðinga þakkaði hún listamanninum  kærlega þann hlýhug sem hún sýnir bæjarfélaginu og íbúum þess með gjöfinni. 


Síðast breytt: 1. júlí 2021
Getum við bætt efni síðunnar?