Fara í efni

Fréttir

Alþjóðlegi klósettdagurinn er í dag

Verkefnið „bara piss, kúk og klósettpappír í klósettið“ er samvinnuverkefni Umhverfisstofnunar og Samorku í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisnefnda á landinu og er markmið þess að draga úr rusli í fráveitu og þar með álagi á umhverfið okkar.

Bekkur undir hverfisvernduðum garðahlyn

Árið 2017 var gerð úttekt á trjágróðri Hveragerðisbæjar og gerður listi yfir tré sem þykja merk og njóta nú hverfisverndunar. Bekkur hefur fengið betra pláss undir garðahlyn við Heiðmörk 21.

Jól í bæ - viðburðadagatal 2020

Undanfarin ár hefur viðburðadagatalið, Jól í bæ, verið gefið út á vegum bæjarins þar sem er tíunduð dagskrá kirkjunnar, félaga, safna og skóla í jólamánuðinum.

Átak í trjáklippingum á lóðamörkum

Um þessar mundir er garðyrkjufulltrú Hveragerðisbæjar með átak í trjáklipppingum. Farið verður um allar götur bæjarins og þar sem við á eru garðaeigendur hvattir til að snyrta trjágróður sem uppfylla ekki skilyrði byggingareglugerðar innan 14 daga. Að örðum kosti mun Hveragerðisbær snyrta trén á kostnað garðeigenda.

Náttúrugöngur auka lífsgæði og vellíðan

Að ganga úti í náttúrunni skapar vellíðan, eykur góða skapið og minnkar kvíða. Við þurfum að gefa okkur að minnsta kosti um 30 mínútur á dag til að vera úti og hreyfa okkur. Í Hveragerði eru fjölmargar skemmtilegar og fallegar gönguleiðir og er tilvalið að fjölskyldan fari í göngu saman eða bara að njóta þess að ganga einn með sjálfum sér og anda að sér fersku lofti.
Getum við bætt efni síðunnar?