Fara í efni

Gjöf komin í sitt rétta umhverfi

Garðyrkjudeild Hveragerðisbæjar hefur nú gert lítinn garð með blómum og trjám í kringum bekk sem gefinn var á síðasta ári til minningar um Steinunni Sveinsdóttur á Varmá.  Gefendurnir voru börn Steinunnar.  Það er vel við hæfi að bekknum skuli hafa verið fundinn staður efst á jarðhitamelnum svokallaða með góðu útsýni til Hamarsins og að Varmárbæjunum en þar gekk Steinun ávallt um á leið sinni til vinnu.
Það von bæjaryfirvalda að þarna muni gróður mynda gott skjól fyrir  þá sem njóta munu bekkjarins til framtíðar.
Börnum Steinunnar og fjölskyldum þeirra er þökkuð hugulsemi í garð íbúa Hveragerðisbæjar.

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri 


Síðast breytt: 14. júlí 2021
Getum við bætt efni síðunnar?