Fara í efni

Sundlaugin opnar þann 17. júlí

Nú er ljóst að ekki mun takast að opna Sundlaugina Laugaskarði um helgina eins og vonast var til.  Á verkfundi sem haldinn var í morgun kom í ljós að fyrri dagsetning mun ekki standast um opnun um komandi helgi, því miður.  Fyrir því eru margar ástæður en ekki síst hafa aðföng ekki borist á þeim tíma sem um var samið og aukaverk reynst tímafrekari og stærri en hægt var sjá fyrir. 

Sundlaugin í Laugaskarði mun opna laugardaginn 17. júlí og fátt ætti að koma í veg fyrir að það geti orðið að veruleika. 

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri 


Síðast breytt: 8. júlí 2021
Getum við bætt efni síðunnar?