Fara í efni

Tónlistarhátíðin Allt í blóma í Hveragerði

TÓNLISTARHÁTÍÐIN ALLT Í BLÓMA Í HVERAGERÐI


Á föstudag og laugardag næst komandi, 19. - 20. júní, verða stórglæsilegir útitónleikar í Lystigarðinum í Hveragerði. Lystigarðurinn er í hjarta Hveragerði og þar hafa Hvergerðingar skemmt sér og öðrum í áraðir. Nú hefur Hveragerðisbær fjárfest í nýju og glæsilegu útisviði sem tekið verður í notkun á þjóðahátíðardaginn 17. júní. En í framhaldi hefur verið ákveðið að vígja sviðið með tónlistar og menningar veislu af bestu gerð.

Á hátíðinni koma fram söngvarar í fremsta flokki ásamt Blómabændunum, hljómsveit sem á sér enga líka. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru þau Stefán Hilmarsson, Magnús Þór Sigmundsson, Unnur Birna, Hreimur Örn, Stefanía Svavarsdóttr, Lay Low og Dagný Halla. Lystigarðurinn opnar klukkan 18:00 og verður hægt að láta fara vel um sig þar þangað til að tónleikarnir byrja kl 20:00 og standa til 23:00 bæði kvöldin.

Tónleikarnir eru settir upp sem fjölskyldu hátíð og hægt verður að versla drykki og eitthvað matarkyns á staðnum. Ekki skemmir þó að “Breiðgata-bragðlaukanna” liggur frá hringtorginu við þjóðveginn inn að listigarðinum og við hana eru nokkrir af bestu veitingastöðum Hveragerðis. Má þar nefna Matkráin, Ölverk, Skyrgerðina, og skammt undan eru Hofland með gestalistann sinn og Almar Bakari svo eitthvað sé nefnt.

Meðlimir hljómsveitarinnar Blómabændanna eru þeir: Pétur Valgarð Pétursson gítar, Vignir Þór Stefánsson Pianó, Óskar Þormarsson Trommur og hljómsveitastjórinn Sigurgeir Skafti á Bassa

Miðasala er í fullum gangi á tix.is


Síðast breytt: 16. júní 2021
Getum við bætt efni síðunnar?