Samstarfsnefnd um opinber fjármál, SOF, hefur samþykkt beiðni frá heilbrigðisráðuneytinu, dags. 25. ágúst 2020, þar sem óskað er eftir heimild til áætlunargerðar og fullnaðarhönnunar vegna byggingu 22 rýma nýbyggingar andspænis núverandi hjúkrunarheimili í Hveragerði á grundvelli frumathugunar sem lá fyrir í ágúst 2020.
Bæjarfulltrúar Hveragerðisbæjar hafa ákveðið að taka höndum saman og vinna í sameiningu að fjárhagsáætlunargerð bæjarins fyrir árið 2021 eins og þeir hafa gert undanfarin ár. Allir bæjarfulltrúar hvar í flokki sem þeir standa eru sammála um að efnahagslegt umhverfi sveitarfélaga nú sé með þeim hætti að brýna nauðsyn beri til að bæjarfulltrúar komi samhentir að þeirri vinnu sem framundan er við gerð fjárhagsáætlunar Hveragerðisbæjar fyrir árið 2021 og að gerð þriggja ára áætlunar. 2022-2024.
Ný samþykkt og gjaldskrá um götu‐ og torgsölu í Hveragerðisbæ var lögð fram og samþykkt á fundi bæjarráðs þann 15. október 2020. Tilgangur samþykktarinnar er að glæða bæjarfélagið lífi, efla bæjarbrag og að auka við fjölbreytni í starfsemi og þjónustu bæjarins.
Ekki er hægt að koma í viðtal á skrifstofu meðan neyðarástand almannavarna stendur yfir. Þjónusta er veitt gegnum síma og tölvupóst eða fjarfundabúnað þegar við á.
Frá mánudeginum 5. október verður sundlaugin lokuð en horft er til þess að vera með opið í Laugasporti í vetur. Vegna skipulagningar og frágangs verður lokað í Laugasporti frá 5. til 7. október.