Fara í efni

Viðburðadagskrá fyrir aðventu og jól í Hveragerði

Nú líður senn að uppáhaldstíma margra, aðventu og jólum. Gera má ráð fyrir að heilmargt verði gert til hátíðarbrigða og mun Hveragerðisbær gefa út viðburðadagskrá fyrir aðventu og jól á prentuðu og rafrænu formi. Þess vegna óskum við eftir upplýsingum frá fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum um viðburði yfir hátíðarnar svo hægt sé að hafa alla viðburði á einum stað. Sams konar dagskrá var gefin út á síðasta ári og má sjá hana hér.

Dagskráin nær yfir dagana frá fyrsta sunnudegi í aðventu og til þrettándans, 6. janúar 2026. Sams konar dagskrá var gefin út fyrir síðustu jól og innihélt hún meðal annars smiðjur, upplestur, aðventukvöld, tónleika, opin hús hjá félagasamtökum, helgihald, jólaböll, föndur, íþróttaviðburði og alls konar uppákomur sem bæjarbúum gefst kostur á að taka þátt í.

Við verðum auðvitað líka með virkt dagatal á vef bæjarins eins og venjulega og nú verður sérstaklega hægt að velja að viðburður birtist undir „Jól í bæ“. Þar verða viðburðir á dagskránni einnig aðgengilegir.

Við stefnum á að vera komin með allt efni í dagskrána í lok dags 21. nóvember svo hún komist í prentun og dreifingu áður en aðventan gengur í garð.

Vinsamlegast sendið upplýsingar um viðburði á netfangið sigridurhj@hveragerdi.is.


Síðast breytt: 6. nóvember 2025
Getum við bætt efni síðunnar?