Heiðmörk 30-36, Grundarreitur - skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag og breytingu á aðalskipulagi
Heiðmörk 30-36, Grundarreitur - skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag og breytingu á aðalskipulagi
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti á fundi sínum þann 13. nóvember 2025 að auglýsa skipulagslýsingu deiliskipulags fyrir Heiðmörk 30-36 sem byggir á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2025-2037 í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lögð er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á skilmálum aðalskipulags og nýtt deiliskipulag á svæði Grundar að Heiðmörk 30-36 dagsett í nóvember 2025. Svæðið er 1,15 ha og er landnotkun í núgildandi aðalskipulagi íbúðabyggð ÍB8. Svæðið er afmarkað til vesturs af Bláskógum, í austur af Litlumörk, í norður af Heiðmörk og í suður af Þelamörk. Markmið skipulagsins verður að móta íbúðarbyggð sem er til þess fallin að stuðla að góðu mannlífi og sambúð ólíkra hópa, að uppbygging falli vel að núverandi byggð og byggðarmynstri ásamt því að vera í samræmi við áherslur og stefnu í komandi Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2025-2037. Lagt er til að fjölga íbúðum á reitnum frá núgildandi ákvæðum aðalskipulags.
Tillagan er aðgengileg á Skipulagsgátt undir málsnúmeri 1537/2025, liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20 sem og á vef Hveragerðisbæjar.
Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera skriflega athugasemd með umsögn á Skipulagsgátt, í síðasta lagi 15. desember 2025.
Allar fyrirspurnir skulu berast á netfangið hildur@hveragerdi.is
Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar