Fara í efni

Sundlaugin Laugaskarði - strax brugðist við

Köldum potti hefur verið lokað í Sundlauginni Laugaskarði eftir að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands mældi í honum hækkað gerlamagn fyrr í mánuðinum. Sundlaugin sjálf og aðrir pottar í Laugaskarði komu hins vegar mjög vel út úr mælingum.

Kalda karið sem um ræðir var þegar í stað tekið úr notkun og verður ekki notað meira. Karið var staðsett framan við gufubað laugarinnar og verður nýr kaldur pottur eða kar sett í staðinn á næstu dögum. Einnig verður skipt um lagnir að pottinum.

Mikið er lagt upp úr hreinlæti í Sundlauginni Laugaskarði og því var þegar í stað ákveðið að skipta karinu alfarið út. Þess má geta að klór er settur í laugina og alla potta í Laugaskarði, jafnt heita sem kalda. Starfsfólk fylgist vel með klórmagni og leggur áherslu á hreinlæti gesta.

Mikilvægt er að sundlaugargestir leggi sitt af mörkum til að halda laugum og pottum hreinum með því að halda í þann gamla og góða íslenska sið að þvo sér vel áður en farið er í laug, potta og gufu. Einnig er mikilvægt að skola vel af sér eftir gufubað áður en farið er í potta eða laug.

Sjáumst í sundi!


Síðast breytt: 28. ágúst 2025
Getum við bætt efni síðunnar?