Fara í efni

Sumarkviss á sumardaginn fyrsta

Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd Hveragerðisbæjar mun standa að "sumarkvissi" á sumardaginn fyrsta kl. 20:00. Góð þátttaka og stemmning myndaðist í kringum spurningaleikina fyrir jólin og því tilvalið að taka á móti sumrinu með smá spennu og gleði! Umsjónarmaður leiksins verður sem áður Heimir Eyvindarson.

Sem áður er best að hafa aðgang að tveimur tækjum (snjalltæki, síma eða tölvu) þegar tekið er þátt í keppninni. Annar skjárinn (A) er notaður til að sjá spurningarnar og valmöguleikana (best er að hafa stærri skjá en síma). Hinn skjárinn (B) er svo notaður til að svara spurningunum (símaskjár dugar hér).

Til að tengjast leiknum þarf:

  • Vera tilbúinn til leiks rétt fyrir kl. 16:00 næstkomandi fimmtudag.
  • Að hafa spurningahlekkinn opinn á skjá A.
  • Hafa app eða vefsíðu, kahoot opinn á skjá B.
  • Slá inn númer sem birtist á skjá A í viðeigandi reit á skjá B.
  • Velja nafn þátttakanda/liðs/fjölskyldu.
  • Hafa gaman af!

Frétt verður uppfærð þegar nær dregur með ítarlegri upplýsingum.

 


Síðast breytt: 16. apríl 2021
Getum við bætt efni síðunnar?