Vegna vinnu við nýjar tengingar vatnsveitu í Skólamörk má búast við truflunum og minni vatnsþrýstingi í Hveragerði milli klukkan 9.00 til 12.00 þriðjudaginn 14 apríl.
Bæjarstjórn samþykkir að greiðslu fasteignagjalda í mars, apríl, maí og júní hjá einkafyrirtækjum sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna áhrifa COVID-19 verði frestað þannig að þeir gjalddagar komi til greiðslu síðar.
Á fundi bæjarstjórnar þann 27. mars 2020 fór bæjarstjóri yfir hver staða einstakra stofnana er í lok viku 13 2020. Hér má lesa stöðuskýrsluna í heild sinni.
Jafnframt kynnti bæjarstjóri fundapunkta frá fundi í vettvangsstjórn og í aðgerðastjórn sem haldnir hafa verið í þessari viku en aðgerðarstjórn fundar nú einu sinni á dag.