Fara í efni

Hveragerðisbær styrkir starfsemi Listasafns Árnesinga

Kristín Scheving, safnstjóri ásamt Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra, við undirritun samningsins.
Kristín Scheving, safnstjóri ásamt Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra, við undirritun samningsins.

Listasafn Árnesinga og Hveragerðisbær hafa endurnýjað þjónustusamning sem ætlað er að efla samstarf bæjaryfirvalda í Hveragerðisbæ og Listasafns Árnesinga með það að markmiði að menningastarf í Hveragerði aukist samkvæmt stefnu bæjaryfirvalda þar um.

Gert er ráð fyrir að starfsemi Listasafnsins verði áfram sýnileg eins og verið hefur bæði fyrir íbúa Hveragerðisbæjar og ferðamenn. Í samningnum er meðal annars tilgreint að safnið muni standa fyrir námskeiðum fyrir börn og unglinga sem og að Listasafn Árnesinga muni bjóða einum árgangi á elsta stigi og einum árgangi á yngsta stigi grunnskóla Hveragerðis árlega á sýningu í safninu.

Styrkur Hveragerðisbæjar til safnsins mun nema um 15,6 milljónum á árunum 2021, 2022 og 2023.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Kristínu Scheving, safnstjóra ásamt Aldís Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra, við undirritun samningsins.


Síðast breytt: 21. apríl 2021
Getum við bætt efni síðunnar?