Fara í efni

Karlalið Hamars bikarmeistarar í blaki

Karlalið Hamars í blaki mættu Aftureldingu í Digranesi í Kópavogi í gær í úrslitaleik til bikarmeistaratitils. Liðin léku þrjár hrinur og sigraði Hamar allar hrinurnar, 25:23, 26:24 og 25:21, í hörku spennandi viðureign. Hamarsmenn fögnuðu bikarmeistaratitli í fyrsta sinn og hefur lið af HSK svæðinu ekki verið bikarmeistarar síðan 1980 þegar lið Laugdæla urðu bæði bikar- og Íslandsmeistarar.


Við óskum Hamri og öllum liðsmönnum innilega til hamingju með sigurinn.


Síðast breytt: 15. mars 2021
Getum við bætt efni síðunnar?