Fara í efni

Tilmæli vegna leikskólastarfs

Stjórnendur Hveragerðisbæjar og stjórnendur leikskólanna hafa fundað vegna hertra samkomutakmarkana vegna Covid-19.

Nú er mikilvægt að við leggjumst öll á eitt til að röskun á starfsemi stofnana verði sem minnst. Lokun grunnskólans og almennar takmarkanir gera að verkum að mikið álag er nú á leikskóla bæjarins.

Vegna þessa eru foreldrar og/eða forráðamenn sem tök hafa á því hvattir til að hafa börn sín heima í stað þess að þau séu í leikskóla þessa daga. Sé slíkt mögulegt þá er óskað eftir því að leikskólanum sé tilkynnt um það sem allra fyrst.

Vistunargjöld í leikskóla munu verða felld niður þann tíma sem foreldrar eru heima með börn sín vegna þessara tilmæla

Allir eru hvattir til að fylgjast vel með heimasíðu bæjarins, sem og heimsíðum leikskólanna og tölvupósti vegna nýrra tilkynninga.

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri.


Síðast breytt: 6. apríl 2021
Getum við bætt efni síðunnar?