Fara í efni

Lóðir í Kambalandi lausar til úthlutunar

Á fundi bæjarráðs þann 3. júní n.k. mun eftirfarandi lóðum í Kambalandi verða úthlutað:

10 lóðir fyrir einbýlishús við Helluhraun.
9 lóðir fyrir einbýlishús við Lindahraun.

Við úthlutun verður farið eftir reglum Hveragerðisbæjar um úthlutun lóða.  Vakin er athygli á því að umsóknir frá einstaklingum ganga fyrir umsóknum frá lögaðilum.  Þeir ganga fyrir sem ekki hafa fengið úthlutað lóð fyrir einbýlishús á síðastliðinum þremur árum.  Gildi slíkt um fleir en einn einstakling þá verður dregið á milli umsókna. 

Úthlutun fer fram þann 3. júní kl. 8:00 og skulu umsóknir berast skipulagsfulltrúa/skrifstofu Hveragerðisbæjar fyrir þann tíma. Berist fleiri en ein umsókn um hverja lóð verður dregið á milli umsækjenda að viðstöddum fulltrúa sýslumanns.

Vakin er athygli á að lóðirnar verða byggingarhæfar í október næstkomandi.    Nánari upplýsingar um lóðir, skilmála og umsóknareyðublöð er að finna hér og hjá skipulagsfulltrúa í síma 483-4000 eða tölvupósti á gfb@hveragerdi.is.

Bæjarstjóri


Síðast breytt: 20. apríl 2021
Getum við bætt efni síðunnar?