Vinsældir rafhlaupahjóla og léttra bifhjóla í flokki I (vespa) hafa aukist að undanförnu hér á landi enda frábær farartæki séu þau notuð rétt. Við hjá Samgöngustofu höfum nú tekið saman upplýsingar um notkun þeirra og öryggi.
Nú er sumarið að koma fyrir alvöru og þjóðhátíðardagurinn 17. júní framundan. Það er því tími kominn til að efnt verði til hreinsunarviku og að tekið sé til hendinni í bæjarfélaginu.
Hvergerðingar eignuðust Íslandsmeistara um liðna helgi þegar sameiginlegt lið Hamars, Þórs, Selfoss og Hrunamanna urðu Íslandsmeistarar í 10. flokki kvk í körfubolta.
Gissur Jónsson framkvæmdastjóri Umf. Selfoss kom með blómvönd til okkar allra í Hveragerði en tilefnið er Íslandsmeistaratitill karlaliðs Hamars í blaki.
Á síðasta fundi bæjarstjórnar var samþykkt tillaga frá bæjarstjóra um að bæjarskrifstofan yrði lokuð eftir hádegi á föstudögum í sumar. Þetta fyrirkomulag mun hefjast þann 21. maí og mun því ljúka þann 27. ágúst 2021.
Hraðakstur innan bæjar í Hveragerði hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu í bæjarfélaginu. Er það ekki í fyrsta sinn sem umræða um of mikinn umferðarhraða skapast á meðal íbúa.