Fara í efni

Fagrihvammur, nýtt íbúðarsvæði ÍB15, tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029.

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 13. janúar 2022 var samþykkt að kynna breytingartillögu við aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2017-2027, forsendur hennar og umhverfismat, fyrir íbúum bæjarins og öðrum hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin, sem nær til 4,3ha. svæðis í og við Fagrahvamm, felur í sér að ríkjandi landnotkun á svæðinu, sem nú er skilgreind sem athafnasvæði með heimild fyrir íbúðarbyggð að hluta til, verður skilgreind sem íbúðarsvæði með heimild fyrir verslun- og þjónustu og athafnastarfsemi að hluta til þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu og ylrækt.

Breytingartillagan, sem er hér í viðhengi, liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar.

Þeir sem vilja koma á framfæri athugasemdum eða ábendingum við tillöguna, skulu senda þær til skipulagsfulltrúans í Hveragerði fyrir 22. apríl 2022 á heimilisfangið „Breiðamörk 20, 810ˮ Hveragerði eða í tölvupósti á netfangið gfb@hveragerdi.is.

Fagrihvammur tillaga að breytingu á aðalskipulagi

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar


Síðast breytt: 22. mars 2022
Getum við bætt efni síðunnar?