Fara í efni

Hjálparsveitin safnar flugeldarusli á nýársdag

Eftirfarandi er tilkynning frá Hjálparsveit skáta í Hveragerði:

Flugeldasala um áramót er stærsti einstaki fjáröflunarliður Hjálparsveitar skáta í Hveragerði.
Við erum gríðarlega þakklát fyrir þann stuðning sem bæjarbúar sýna okkur með flugeldakaupum.
Til að sýna það þakklæti í verki, ætlum við, meðlimir í HSSH, að fara um bæinn á Nýársdag, safna saman flugeldarusli og koma því á réttan stað, á gámasvæðinu.
Gott er ef rusli er safnað saman við ruslatunnur, eða á öðrum aðgengilegum stað, þá kippum við því með.


Síðast breytt: 30. desember 2021
Getum við bætt efni síðunnar?