Skrifað hefur verið undir samninga um kaup Hveragerðisbæjar á landi kennt við Öxnalæk alls 96,6 ha auk um það bil 12% eignarhlutar í félagi sem á landspildu neðan við þjóðveg alls 13,3 ha.. Því landi fylgja m.a. jarðhitaréttindi og dæluhús. Viðræður um kaupin hafa staðið yfir í nokkurn tíma en nú er þeim lokið með ákjósanlegum hætti fyrir báða aðila. K
Sólveig Dagmar Þórisdóttir, myndlistarmaður, færði nýverið Hveragerðisbæ olíumálverkið "Óstjórnlegur kraftur jarðarinnar" að gjöf. Verkið er gjöf til Hveragerðisbæjar með þakklæti fyrir að bjóða listakonunni hálfsmánaðar dvöl í Varmahlíð, listamannaíbúð Hveragerðisbæjar.
Ólympíudagurinn verður haldinn hátíðlegur í Hveragerði 23. júní í Hveragerði í Lystigarðinum. Dagskráin er skipulögð í samvinnu við ÍSÍ og HSK og er öllum börnum á grunnskólaaldri boðið að taka þátt.
Átakið Söfnum og dreifum birkifræi efnir til stuttmyndasamkeppni meðal nemenda í grunn- og framhaldsskólum. Samkeppnin hófst 27. apríl. Hægt er að skila inn mynd(um) til og með 30. september.