Fara í efni

Skila skal lóðaumsóknum fyrir 30. janúar næstkomandi

Frá 16. desember s.l. eftir fund bæjarráðs hafa 4 lóðir í Kambalandi verið lausar til úthlutunar. Um er að ræða eina lóð undir 5 íbúða raðhús og þrjár lóðir undir tveggja hæða, 5 íbúða fjölbýlishús við Dalahraun. Miðað er við að þessar lóðir verði byggingahæfar í júní 2022.

Á fundi bæjarráðs var samþykkt að fjölbýlishúsunum yrði úthlutað með sama hætti og gert var í síðustu úthlutun í Dalahrauni og Langahrauni, þannig að þeir aðilar gangi fyrir sem sækja um allar fjölbýlishúsalóðirnar. Byggingarréttargjald verði 30% á umrætt raðhús sem og fjölbýlishúsin. Úthlutun fari að öðru leyti fram með hefðbundnum hætti í samræmi við reglur um úthlutun lóða í bæjarfélaginu.

Úthlutun á þessum lóðum mun fara fram á fundi bæjarráðs þann 3. febrúar n.k. og tilkynnist það hér með að það verður tekið á móti umsóknum til og með 30. janúar næstkomandi.


Síðast breytt: 6. janúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?