Fara í efni

Fréttir

Alútboð-bygging íbúðakjarna Nauthaga 2 á Selfossi

Bergrisinn bs, Austurvegi 2, Selfossi, kt, 570915-0290, fyrir hönd óstofnaðs hses félags, óskar eftir tillögum í hönnun og byggingu sex íbúða íbúðakjarna fyrir fatlað fólk við Nauthaga 2 á Selfossi.

Þegar allir leggjast á eitt þá verður dagurinn þrátt fyrir allt góður!

Í morgun kom rifa á Hamarshöllina, ofsaveðrið náði þannig taki á höllinni með þeim afleiðingum að hún rifnar og fellur saman. Það er mikil mildi að enginn slasaðist af þeim sem þarna voru staddir og fyrir það þökkum við í dag.  Við viljum einnig þakka af heilum hug öllum þeim fjölda sem var að störfum í dag til að bjarga verðmætum, tryggja svæðið og sáu til þess að ekki urðu frekari skemmdir. Svona fólk er ómetanlegt með öllu !

Snjómokstur

Áhaldhús og verktakar bæjarins hafa unnið að snjómokstri síðan í nótt.  Unnið er eftir ákveðnni forgangsröðun,

Áskorun til Vegagerðarinnar

Bæjarstjórn ítrekar mikilvægi þess að veginum um Hellisheiði sé haldið opnum sé þess nokkur kostur. Fjölmargir sækja vinnu og/eða skóla á milli Suðurlandsundirlendisins og höfuðborgarsvæðisins og fjölgar sífellt í þeim hópi.

Vinsamlegast mokið frá sorptunnum

Grænu og brúnu tunnurnar verða losaðar eftir helgi því þarf að passa að vel sé mokað frá svo hægt sé að sinna þjónustunni.

Gatnagerð í Hólmabrún og Þelamörk að hefjast

Með þessari framkvæmd má segja að lokahnykkur á uppbyggingu í austur hluta bæjarins sé farinn í gang en framkvæmdin nú felst í lagningu Þelamerkur frá Leikskólanum Undralandi og niður á Sunnumörk auk Hólmabrúnar og umfangsmikillar vinnu við fráveitu á svæðinu. 

Íbúar Hveragerðisbæjar afar ánægðir með þjónustu bæjarins

Hveragerðisbær skipar sér í efsta sæti sveitarfélaga þegar spurt er um heildaránægju íbúa með sveitarfélagið sem stað til þess að búa á en niðurstaða þjónustukönnunar sveitarfélaga 2021 var lögð fram á fundi bæjarstjórnar þann 10. febrúar 2022. 
Getum við bætt efni síðunnar?