Fara í efni

Úttektarskýrsla um SIGURHÆÐIR

Nú er óháð úttekt á SIGURHÆÐUM komin út. Niðurstaðan er að SIGURHÆÐIR eru framúrskarandi úrræði, meðferðarstarfið er faglegt og afskaplega vel heppnað, forystan traust og mikil ánægja ríkjandi meðal bæði samstarfsaðila, skjólstæðinga og Soroptimistasystranna í Suðurlandsklúbbnum. Endilega lesið og deilið

Undirbúningur við Sigurhæðaverkefnið hófst haustið 2020 og Sigurhæðir opnuðu í lok mars 2021.
Skýrsla fjallar um helstu niðurstöður ytra mats á undirbúningi og innleiðingu Sigurhæðaverkefnisins, helstu styrkleika og veikleika þess, tækifæri til umbóta og reynsluna af starfseminni fyrsta heila starfsárið.

Matið byggir á fyrirliggjandi gögnum, bæði megindlegum og eigindlegum, um verkefnið almennt, samstarfið, starfsemina, þjónustuna og þjónustuþegahópinn.

Nýrra gagna var meðal annars aflað með viðtölum, samráðshópum, og viðhorfskönnunum.
Dr. Þorgerður J. Einarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands er ábyrgðarmaður ytra matsins. Kristín A. Hjálmarsdóttir, sjálfstætt starfandi fræðimaður, sá um framkvæmd úttektarinnar fyrir hennar hönd.

Skýrslan er hér: https://www.sigurhaedir.is/blog-frettir/skyrslahi


Síðast breytt: 12. ágúst 2022
Getum við bætt efni síðunnar?