Í morgun kom rifa á Hamarshöllina, ofsaveðrið náði þannig taki á höllinni með þeim afleiðingum að hún rifnar og fellur saman. Það er mikil mildi að enginn slasaðist af þeim sem þarna voru staddir og fyrir það þökkum við í dag.
Við viljum einnig þakka af heilum hug öllum þeim fjölda sem var að störfum í dag til að bjarga verðmætum, tryggja svæðið og sáu til þess að ekki urðu frekari skemmdir. Svona fólk er ómetanlegt með öllu !
Bæjarstjórn ítrekar mikilvægi þess að veginum um Hellisheiði sé haldið opnum sé þess nokkur kostur. Fjölmargir sækja vinnu og/eða skóla á milli Suðurlandsundirlendisins og höfuðborgarsvæðisins og fjölgar sífellt í þeim hópi.
Með þessari framkvæmd má segja að lokahnykkur á uppbyggingu í austur hluta bæjarins sé farinn í gang en framkvæmdin nú felst í lagningu Þelamerkur frá Leikskólanum Undralandi og niður á Sunnumörk auk Hólmabrúnar og umfangsmikillar vinnu við fráveitu á svæðinu.
Hveragerðisbær skipar sér í efsta sæti sveitarfélaga þegar spurt er um heildaránægju íbúa með sveitarfélagið sem stað til þess að búa á en niðurstaða þjónustukönnunar sveitarfélaga 2021 var lögð fram á fundi bæjarstjórnar þann 10. febrúar 2022.
Það er opið hjá Rauða krossinum, Hveragerðisdeild, alla fimmtudaga milli kl. 13:00 - 16:00 að Mánamörk 1.
Þar er hægt að kaupa afar ódýran fatnað bæði fyrir börn og fullorðna. Nú má finna þar ýmislegt vandað og gagnlegt fyrir vetrarríkið sem hér er.
Leikskólar og grunnskólinn í Hveragerði verða lokaðir á morgun og allar stofnanir Hveragerðisbæjar eru lokaðar til hádegis á morgun vegna mjög slæms veðurs sem gert er ráð fyrir að gangi yfir svæðið síðla nætur og í fyrramálið.
Fylgist með tilkynningum í fyrramálið á heimasíðu bæjarins og á facebook.