Salomon Hengill Ultra tókst vel
Salomon Hengill Ultra fór fram í miðbæ Hveragerðis um helgina. Þetta er ellefta árið sem keppnin fer fram en utanvegahlaup hafa vaxið gríðarlega í vinsældum á síðustu árum. Alls voru 1138 keppendur skráðir til leiks og áttu allir frábæra daga í Hveragerði.