Fara í efni

Göngum í skólann - notum virkan ferðamáta

Verkefnið stendur yfir dagana 7. september - 5. október
Verkefnið Göngum í skólann hófst í morgun miðvikudaginn 7. september í sextánda sinn og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 5. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

Þátttakendur í yfir 40 löndum
Á hverju ári taka milljónir barna í yfir 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Hér á landi hefur þátttakan vaxið jafnt og þétt og fyrsta árið voru þátttökuskólarnir 26 en alls 78 skólar skráðu sig til leiks árið 2021. Á vef verkefnisins - www.gongumiskolann.is - er að finna allar nánari upplýsingar um verkefnið en þar má meðal annars finna skemmtilegar útfærslur nokkurra skóla á Íslandi á verkefninu auk ýmiss annars efnis frá þátttökuskólunum.

Hveragerðisbær hvetur alla til að taka þátt og ganga, foreldra og börn það er gott að ganga í skólann!


Síðast breytt: 13. september 2022
Getum við bætt efni síðunnar?