Fara í efni

Ný brú yfir Varmá opnuð

Ný brú yfir Varmá, austan við Hveragerði, var opnuð fyrir umferð 7. október. Gatnamót Hringvegar við Grænumörk hafa verið lokuð en í staðinn kemur ný tenging Hringvegar við Þelamörk. Með brúnni er hliðarvegurinn sem tengir hina dreifðu byggð í Ölfus þar með tengdur bæði við Hveragerði sem og Selfoss.

Bygging brúarinnar er hluti af verkinu Hringvegur (1), Biskupstungnabraut - Hveragerði: Ölfusvegur um Varmá, sem er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Hveragerðisbæjar. 

Hægt er að lesa meira um verkefnið í frétt hjá Vegagerðinni 


Síðast breytt: 18. október 2022
Getum við bætt efni síðunnar?