Fara í efni

Kílómetra löng Zip-lína (sviflína) í Hveragerði

Á fundi bæjarstjórnar þann 27. september var samþykktur samningur við fyrirtækið Kambagil ehf sem áformar að setja upp kílómeters langa Sip-línu frá efst í Kömbum og niður að Reykjadal.

Sviflínan kemur til með að fylgja Svartagljúfri frá efstu beygju í Kömbunum alveg niður að kaffihúsinu við upphaf gönguleiðarinnar inn í Reykjadal. Kambagil kemur til með að gera göngu- hjólastiga frá göngubrú á Jókutanga til efri turns Zip-línu og vegslóða frá Hofmannaflöt að Svartagljúfri.

Bæjarstjórn er einstaklega ánægð með lendingu þessa samnings.


Síðast breytt: 30. september 2022
Getum við bætt efni síðunnar?