Fréttir
Stofnanir loka næstkomandi mánudag vegna Covid
Til þess að reyna að hemja útbreiðslu smita í samfélaginu hefur verið ákveðið að loka grunnskólanum, Leikskólanum Óskalandi og Bungubrekku næsta mánudag, 17. janúar. Vona ég að allir sýni þeirri ákvörðun skilning.
Skila skal lóðaumsóknum fyrir 30. janúar næstkomandi
Úthlutun á einni 5 íbúða raðhúsalóð og 3 fjölbýlishúsalóðum mun fara fram á fundi bæjarráðs þann 3. febrúar n.k. og verður tekið á móti umsóknum til og með 30. janúar næstkomandi.
Annáll bæjarstjóra 2021
Við áramót er tilhlýðilegt að rifja upp það markverðasta sem gerðist á árinu sem senn er á enda. Hér rifjar bæjarstjóri upp markverða atburði í bæjarlífi Hvergerðinga árið 2021.
Elsti íbúinn er 97 ára, árgangur 1989 fjölmennastur
Samkvæmt upplýsingum úr þjóðskrá þann 30. desember 2021 eru íbúar í Hveragerði nú 2.984 en voru 2.781 fyrir 12 mánuðum. Er þetta aukning um 203 íbúa eða um 7,2% á milli ára sem er mesta fjölgun í sveitarfélagi á Íslandi og mikil aukning frá fyrra ári en þá fjölgaði um 3% á milli ára sem þó var þá fjölgun lang umfram þá fjölgun sem almennt varð í sveitarfélögum landsins það árið.
Hjálparsveitin safnar flugeldarusli á nýársdag
Meðlimir í Hjálparsveit skáta, Hveragerði, munu fara um bæinn á Nýársdag, safna saman flugeldarusli og koma því á réttan stað, á gámasvæðinu.
Gott er ef rusli er safnað saman við ruslatunnur, eða á öðrum aðgengilegum stað, þá verður því kippt með.
Húsnæði til leigu
Hveragerðisbær auglýsir hluta af húsnæðinu að Breiðumörk 21, (Kjöt og kúnst húsið) til leigu og kallar eftir áhugasömum aðilum sem myndu vilja nýta það í núverandi ástandi og þannig að garðyrkjudeild geti einnig nýtt hluta af húsnæðinu.
Mörg smit vegna Covid - staðan 28. desember
Það er ljóst af tölum morgunsins að smitum hefur fjölgað nokkuð hratt hér í Hveragerði að undanförnu og nú er staðan sú að smit eru langflest hér í Hveragerði sé horft til annarra sveitarfélaga á Suðurlandi. Því er mikilvægt að við öll sameinumst um að viðhafa þær sóttvarnir sem í gildi eru og virða almenna smitgát í umgengni við hvert annað.
Getum við bætt efni síðunnar?