Fara í efni

Laus lóð við Hólmabrún 4

Einbýlishúsalóð við Hólmabrún 4 er laus til úthlutunar. Lóðin er 2ja hæða einbýlishúsalóð, þar sem neðri hæðin er að hluta til niðurgrafin. Lóðin er 870,0 m2 og heimilað byggingarmagn 478,5 m2.

Við ákvörðun á byggingarréttarálagi var horft til umhverfisgæða og nýtingarhlutfalls viðkomandi lóða og er álagið á lóðinni 30%.

Lóðirnar við Hólmabrún, eru staðsettar austast í bænum, skammt frá bökkum náttúruperlunnar Varmá. Útsýni frá þessum lóðum er einstakt og frábært aðgengi er að opnum svæðum og ósnortinni náttúru. Í hverfinu er gert ráð fyrir vönduðum göngu- og hjólastígum með góðu aðgengi að Varmá, nærliggjandi byggð og leikskólanum Undralandi, sem er í næsta nágrenni.

Mæli- og hæðarblað sem og upplýsingar um byggingargjöld má nálgast á heimasíðu bæjarins. Umsóknir skulu berast rafrænt í gegnum íbúagátt bæjarins.

Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 13. október næstkomandi og dregið verður úr umsóknum á fundi bæjarráðs 20. október.


Síðast breytt: 14. september 2022
Getum við bætt efni síðunnar?