Bæjarstjórnar samþykkti á fundi sínum þann 7. júní að ein klukkustund á dag verði gjaldfrjáls í öllum árgöngum í leikskólum bæjarins frá 1. september 2022.
Salomon Hengill Ultra fór fram í miðbæ Hveragerðis um helgina. Þetta er ellefta árið sem keppnin fer fram en utanvegahlaup hafa vaxið gríðarlega í vinsældum á síðustu árum. Alls voru 1138 keppendur skráðir til leiks og áttu allir frábæra daga í Hveragerði.
Hveragerði iðar að lífi um helgina þegar lengsta og fjölmennasta utanvegahlaup landsins fer fram! Mótið verður ræst í miðbæ Hveragerðis á föstudaginn kl. 14:00
Listasafn Árnesinga fékk úthlutað á degi barnsins hæsta styrk frá Barnamenningarsjóði Íslands 6 milljónir til að halda áfram með að færa safnið og listamenn sem vinna með safninu inn í skólastofur í Árnessýslu.