Fara í efni

Engir miðar á gámasvæði

Nú um áramótin taka gildi nýjar reglur um úrgangsmál í landinu en þær miða að því að draga úr úrgangi og bæta flokkun. Borgað þegar hent er miðar að því að sá sem hendir greiði fyrir það fullt verð, með öðrum orðum að sveitarfélagið niðurgreiði ekki kostnað einstaklinga og fyrirtækja vegna úrgangs þeirra. Fyrsta skref í þessu er að afnema miðakerfið sem hefur verið í gangi um allnokkurt skeið á gámasvæði Hveragerðisbæjar. Það verða því ekki miðar afhentir á Bókasafninu eftir áramót.

Umhverfisfulltrúi


Síðast breytt: 29. desember 2022
Getum við bætt efni síðunnar?