Fara í efni

ÚTBOÐ - Viðbygging við Leikskólann Óskaland

Hveragerðisbær óskar eftir tilboðum í afhendingu á 596m² leikskólabyggingu úr forsmíðuðum einingum til leigu á lóðinni Réttarheiði 45 með forkaups­réttar­ákvæðum. Í viðbyggingunni verða fjórar leikskóladeildir. Hveragerðisbær mun skila lóðinni með undirstöðum og grunnlögnum en leigusali skal skila byggingunni fullfrágenginni að utan og innan án innréttinga. Afhending er fyrirhuguð 1.mars 2024.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef verkefnisins:  www.utbodsgatt.is

Tilboðum skal skila rafrænt undir sömu vefslóð fyrir kl. 11:00 föstudaginn 22. september 2023.


Síðast breytt: 7. september 2023
Getum við bætt efni síðunnar?