Fara í efni

Óskaland - undirritun verksamnings vegna jarðvinnu

Opnun tilboða í verkið "Leikskólinn Óskaland - Jarðvinna" fór fram föstudaginn 25. ágúst 2023, kl. 11:00 á skrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20. Alls bárust fimm tilboð í verkið. Hverafell ehf 47.534.600 kr., SS verktakar ehf (tilboð b) 43.510.000 kr., SS verktakar ehf (tilboð a) 45.910.000 kr., Jarðtækni ehf 25.442.000 kr. og Aðalleið ehf 21.590.000 kr. Kostnaðaráætlun var 33.700.000 kr.

Bæjarstjórn samþykkti, á 566. fundi sínum þann 14.september 2023,  tillögu bæjarráðs um að ganga til samninga við lægstbjóðenda,  Aðalleið ehf. 

Smellt var af mynd  þegar Jóhann Ísleifsson, eigandi Aðalleiðar ehf. og Geir Sveinsson bæjarstjóri undirrituðu samning um verkið.


Síðast breytt: 15. september 2023
Getum við bætt efni síðunnar?