Fara í efni

Breyting á leiðakerfi Strætó


Breytingar verða á leiðakerfi Strætó á landsbyggðinni og taka gildi frá og með 1. janúar 2026.

  • Með breyttu leiðakerfi er stigið skref í átt að betri og aðgengilegri almenningssamgöngum á landsbyggðinni.
  • Markmiðin eru að þjónusta sem best atvinnu- og skólasókn, tengja áfram landshluta og vinna að tengingu milli leiðakerfa landsbyggðar- og innanbæjarvagna.
  • Vegagerðin á og rekur landsbyggðarvagna og hefur unnið að breytingunum síðastliðna mánuði en Strætó sér um upplýsingagjöf og þjónustu fyrir farþega.
  • Með breytingum á leiðakerfinu er einnig verið að framfylgja stefnu stjórnvalda um að færa almenningssamgöngur á landsbyggðinni yfir í hreinorkuvagna. Grunnurinn að þeirri breytingu er að stilla leiðakerfinu upp í takti við aðgengi og dreifni hleðsluinnviða í landinu. Þannig verða til dæmis allir vagnar á Suðurlandi rafmagnsvagnar, nema vagninn sem ekur Höfn – Vík – Höfn.

Allar breytingar - Suðurland

Leiðir 51 og 52 skiptast upp í þrjár leiðir:

  • Leið 51: Selfoss – Reykjavík
  • Leið 52: Reykjavík – Höfn
  • Leið 53: Selfoss – Landeyjahöfn – Hvolsvöllur

Með þessu fæst aukin tíðni milli Reykjavíkur og Selfoss og á milli Hvolsvallar og Selfoss þar sem þessar leiðir verða nú óháðar leiðinni til Hafnar.

Allir vagnar á Suðurlandi, nema vagninn sem ekur Höfn – Vík – Höfn, verða rafmagnsvagnar.

Leið 51 Selfoss – Reykjavík

  • Ekur aðeins milli Selfoss og Reykjavíkur
  • Aukin tíðni á virkum dögum
  • Fækkun stoppistöðva í Norðlingaholti úr fjórum í eina – stoppað við Helluvað
  • Breytt akstursleið innan Selfoss – Stoppað á N1 Selfossi, FSU og Ráðhúsinu.

Tímatafla leið 51

Leið 71 Þorlákshöfn – Hveragerði

  • Ferðum fjölgað úr þremur í fimm á virkum dögum
  • Bætt tenging við leið 51 bæði til Selfoss og Reykjavíkur

Tímatafla leið 71

 

Leið 52 Reykjavík – Höfn

  • Ekur á milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði
  • Ekur fjórar ferðir á viku – þriðjudaga, fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga
  • Fækkun stoppistöðva í Norðlingaholti úr fjórum í eina – stoppað við Helluvað
  • Breytt akstursleið innan Selfoss – Stoppað á N1 Selfossi, FSU og Ráðhúsinu
 

Leið 53 Selfoss – Landeyjahöfn – Hvolsvöllur

  • Ekur á milli Selfoss, Hvolsvallar og Landeyjahafnar
  • Tengist áfram skv. siglingaáætlun Herjólfs í tveimur ferðum
  • Fyrir farþega sem ferðast á milli Reykjavíkur og Landeyjahafnar þarf að taka tvo vagna; Leið 51 milli Reykjavíkur og Selfoss og leið 53 milli Selfoss og Landeyjahafnar
  • Aukin tíðni ferða milli Hvolsvallar og Selfoss
  • Breytt akstursleið innan Selfoss – Stoppað á N1 Selfossi, FSU og Ráðhúsinu
 
 
 

Leið 72 Selfoss – Flúðir

  • Breytt akstursleið innan Selfoss – Stoppað á N1 Selfossi, FSU og Ráðhúsinu
  • Stoppistöðvar við Þrastarlund, Þóroddsstaði og Þjórsárdalsveg detta út
 

Leið 73 Selfoss – Grímsnes

  • Breytt akstursleið innan Selfoss
  • Breytt akstursleið innan Selfoss – Stoppað á N1 Selfossi, FSU og Ráðhúsinu
  • Stoppistöðvar við Þrastarlund, Þóroddsstaði og Þjórsárdalsveg detta út.
Frekari upplýsingar á vef Strætó.
 

Síðast breytt: 22. desember 2025
Getum við bætt efni síðunnar?