Fara í efni

Útboð: Skólamörk 2 - viðbygging við íþróttahús

Útboð

Hveragerðisbær óskar eftir tilboðum í verkið:

Skólamörk 2 – Viðbygging við íþróttahús Fokhelt hús

Verklok eru 15.12.2026

Verkið felur í sér alla uppsteypu, smíði stálburðarvirkis og einangrun og klæðningar viðbyggingar við núverandi íþróttahús að Skólamörk 2 í Hveragerði, ásamt lögnum í jörðu og innsteyptum lögnum.

Helstu magntölur eru:

  • Steypumót 2.875 m2
  • Steypustyrktarstál 114.750 kg
  • Steinsteypa 1017 m
  • Stálburðarvirki 236.530 kg
  • Stáltrapizuklæðning, einangrun og klæðning þaks 1.930 m2
  • Samlokueiningar á veggi 975 m2

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með fimmtudeginum 18. desember 2025. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Karl Arnarson hjá Eflu hf með því að senda tölvupóst á netfangið karl.arnarson@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Hveragerðisbæjar Breiðumörk 20, 810 Hveragerði fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 27. janúar 2026, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Hveragerðisbær


Síðast breytt: 18. desember 2025
Getum við bætt efni síðunnar?