Fara í efni

Sautján fá úthlutað dvöl í Varmahlíð 2026

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd Hveragerðisbæjar hefur lokið við úthlutun á dvöl í listamannahúsinu Varmahlíð fyrir árið 2026. Alls bárust 28 umsóknir og var ákveðið að 17 listamenn fengju úthlutun.

Afnot af húsinu eru endurgjaldslaus fyrir listamenn en óskað er eftir að þeir kynni listsköpun sína í Hveragerði og efli þannig áhuga á menningu og listum í bænum. Samkvæmt úthlutunarreglum munu þeir listamenn sem fá dvöl ekki vera í forgangi næstu tvö ár eftir dvölina.

Langflestir sóttust eftir dvöl í maí – september og því var úr vöndu að ráða þá mánuði. Hins vegar sótti enginn um nóvember og desember en reiknað er með að þeir mánuðir verði einnig nýttir fyrir listamenn. 

Við úthlutun var meðal annars horft til fyrri verkefna umsækjenda, fyrirhuguð verkefni á dvalartíma, óskir um dvalartíma, tengingu við Hveragerði og fleira.

Eftirfarandi listamenn hafa fengið úthlutun í Varmahlíð á árinu 2026:

Valdimar Þór Svavarsson - ritlist
Agata og Styrmir (Listasafn Árnesinga) - myndlist
Bernhard Khoury (Listasafn Árnesinga) - arkitekt
Katrín Jóhannesdóttir - textíl/útsaumur
Sigrýr Ægir Kárason - myndlist/hönnun
Jónína Óskarsdóttir - ritlist
Einar Lövdahl - ritlist/tónlist
Saga Unnsteinsdóttir - sjónlist/innsetningar/ritlist
Ester Jóhannesdóttir - myndlist/textíl/ljósmyndun o.fl.
Jakob Veigar Sigurðsson - myndlist
Tanja Prusnik (Listasafn Árnesinga) - sýningarstjóri
Hulda Vilhjálmsdóttir - myndlist/ritlist
Chrissie Telma Guðmundsdóttir - fiðluleikur
Valerie Boyce - myndlist

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd Hveragerðisbæjar þakkar fyrir umsóknirnar og áhugann á að dveljast í Hveragerði við listsköpun.


Síðast breytt: 16. desember 2025
Getum við bætt efni síðunnar?