Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings í Hveragerði auglýsir eftir stuðningsfjölskyldum og liðveitendum
Félagsleg liðveisla – hlutastörf – sveigjanlegur vinnutími
Óskum eftir starfsfólki af báðum kynjum, 18 ára eða eldri, í félagslega liðveislu fyrir börn og fullorðna. Félagsleg liðveisla felur í sér persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, s.s. stuðning til að stunda íþróttir/líkamsrækt, fara á menningartengda viðburði og annað félagsstarf. Um er að ræða hlutastarf, minnst 12-15 tímar í mánuði sem getur hentað vel sem aukastarf með námi eða öðru starfi. Einnig hægt að setja saman í stærra starfshlutfall.
Laun eru greidd í samræmi við kjarasamninga Foss og þarf umsækjandi að hafa hreint sakavottorð.
Stuðningsfjölskyldur
Stuðningsfjölskyldur vantar fyrir börn með fatlanir. Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að taka fatlað barn eða börn í umsjá sína í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu þess og veita barni tilbreytingu. Stuðningsfjölskylda léttir ekki einungis álagi af fjölskyldum heldur gefur það barninu möguleika á aukinni félagslegri þátttöku.
Um er að ræða 2-4 sólarhringa í mánuði og er gerður samningur þar um.
Laun stuðningsfjölskyldna eru verktakagreiðslur.
Stuðningsforeldri þarf að hafa náð 23 ára aldri og hafa hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar veita:
Helga Bryndís Kristjánsdóttir félagsráðgjafi helgab@hveragerdi.is
Sigríður Hauksdóttir ráðgjafi sigridurh@hveragerdi.is
Sími: 483-4000.