Fara í efni

Hveragerðisbær á stafrænni vegferð

Á fundi bæjarráðs í gærmorgun var í fyrsta skipti skrifað undir fundargerð með rafrænum hætti í stjórnsýslu Hveragerðisbæjar og fylgdi menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd í kjölfarið seinni part dags. Stefnt er að því að bæjarstjórn undirriti fundargerð sína með rafrænum hætti í fyrsta skipti á fundi sínum í næstu viku og að aðrar nefndir bæjarins fylgja svo í kjölfarið.

Rafrænar undirritanir á fundargerðum eru ekki eina stafræna breytingin sem hefur átt sér stað að undanförnu. Nú er einnig hægt að nálgast reikninga sem Hveragerðisbær gefur út í pósthólfi á island.is en þeir verða einnig aðgengilegir inni í íbúagátt líkt og áður. Þá var fyrsta rafræna byggingarleyfið gefið út af Hveragerðisbæ í síðustu viku.

Auk þessara nýjunga þá nýtir Hveragerðisbær eftirfarandi starfrænar lausnir frá ONEsystems, sem er leiðandi í lausnum fyrir sveitarfélög: Málakerfið OneRecords, fundakerfið OneMeeting, Vefgáttina (íbúagátt) OnePortal og Rafrænar undirskriftir OneSign.

Fræðslusvið er í innleiðingarferli á OneEducation og velferðarsviðið vinnur að innleiðingu á OneSocial sem inniheldur meðal annars sérlausnir fyrir málefni fatlaðra, barnavernd og málstjóra.

Loks má nefna að Bungubrekka og mötuneyti Grunnskólans í Hveragerði notast einnig við sérlausnir frá ONEsystems varðandi skráningu og útkeyrslu reikninga.

Á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga er starfandi stafrænt umbreytingarteymi sem ætlað er að vinna að framkvæmd stafrænna samstarfsverkefna sveitarfélaga í samvinnu við stafrænt ráð sem er skipað fulltrúum sveitarfélaga úr hverjum landshluta. Áhersla er lögð á notendavæna þjónustu við íbúa sveitarfélaganna auk þess að gera tæknilega innviði sveitarfélaga nútímalegri.

Frekari upplýsingar um stafræn sveitarfélög hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga má finna hér.


Síðast breytt: 5. apríl 2024
Getum við bætt efni síðunnar?