Fara í efni

Slysatryggingar skólabarna

Allir skólanemendur sem eru skráðir í grunnskóla, leikskóla, frístundaskóli, á sumarnámskeið og á gæsluleikvelli eru sjálfkrafa vátryggðir, enda séu þessar stofnanir reknar af sveitarfélagi, einu eða í samvinnu við aðra. Aldur skólabarnsins skiptir ekki máli.

Vátryggingin gildir á venjulegum skólatíma og á öðrum starfstíma sem ákvarðaður er af stjórnendum skóla og stofnana sem tilgreindar eru í gr. 1.1. Vátryggingin gildir í eða við þessar stofnanir, á leið að þeim til eða frá heimili og á ferðalögum innanlands á vegum þeirra, hvert sem farið er og í hvaða skyni sem er.

Hér fyrir neðan er hægt að lesa sér til um vátryggingarskilmála þessara tryggingar. 

Vátryggingarskilmálar

Ef slys ber að höndum er einnig hægt að nálgast eyðublaðið hér á heimasíðunni, senda þarf eyðublaðið til VÍS og afrit á mottaka@hveragerdi.is.

Tilkynning um slys innanlands

Síðast breytt: 28.11.2020